Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Bandaríkjunum, 2-0, í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu.
Íslenska liðið stóð lengi vel í hinu frábæra bandaríska liði og var markalaust í leikhléi.
Ekki vantaði færin hjá íslenska liðinu í leiknum en það klúðraði meðal annars tveimur vítaspyrnum í leiknum. Fyrst Margrét Lára Viðarsdóttir í fyrri hálfleik og síðan Berglind Björg Þorvaldsdóttir í síðari hálfleik.
Bæði mörk bandaríska liðsins komu á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik.