Birgir Leifur í fimmta sæti eftir tvo hringi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2010 11:50 Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á pari og var þá í áttunda sæti. Hann lék hinsvegar á þremur höggum undir pari í dag og hækkaði sig upp í 5. sætið. Birgir Leifur fékk fimm fugla í dag, lék ellefu holur á pari og fékk tvo skolla. Birgir Leifur er þremur höggum á eftir Skotanum Elliot Saltman sem er í forustu en Birgir er einn af þremur kylfingum sem hafa leikið fyrstu tvo hringina á þremur höggum undir pari. Arnar Snær Hákonarson og Þórður Rafn Gissurarson tóku einnig þátt í mótinu og komst Arnar Snær í gegnum niðurskurðinn. Arnar bætti sig frá því á fyrsta degi og lék á 73 höggum í dag (77 í gær) eða einu höggi yfir pari. Hann er á sex höggum yfir pari en niðurskurðurinn var miðaður við þá sem léku fyrstu 36 holurnar á sjö höggum yfir pari eða betur. Þórður lék fyrstu tvo hringina á 15 höggum yfir pari og var nokkuð frá því að ná niðurskurðinum. Golf Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur byrjað mjög vel á Condado Open-mótinu sem er liður í spænsku Hi5-mótaröðinni. Birgir Leifur er í fimmta sæti eftir tvo daga en hann hefur spilað fyrstu 36 holurnar á þremur höggum undir pari. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á pari og var þá í áttunda sæti. Hann lék hinsvegar á þremur höggum undir pari í dag og hækkaði sig upp í 5. sætið. Birgir Leifur fékk fimm fugla í dag, lék ellefu holur á pari og fékk tvo skolla. Birgir Leifur er þremur höggum á eftir Skotanum Elliot Saltman sem er í forustu en Birgir er einn af þremur kylfingum sem hafa leikið fyrstu tvo hringina á þremur höggum undir pari. Arnar Snær Hákonarson og Þórður Rafn Gissurarson tóku einnig þátt í mótinu og komst Arnar Snær í gegnum niðurskurðinn. Arnar bætti sig frá því á fyrsta degi og lék á 73 höggum í dag (77 í gær) eða einu höggi yfir pari. Hann er á sex höggum yfir pari en niðurskurðurinn var miðaður við þá sem léku fyrstu 36 holurnar á sjö höggum yfir pari eða betur. Þórður lék fyrstu tvo hringina á 15 höggum yfir pari og var nokkuð frá því að ná niðurskurðinum.
Golf Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira