„Þetta var vinnusigur," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir sannfærandi sigur liðsins á Selfyssingum í kvöld. FH hefur unnið alla þrjá fyrstu leiki sína í N1-deildinni.
„Við spiluðum klassavörn í fyrri hálfleik en svo komu kaflar þar sem við hefðum getað gert betur. Þá refsaði Selfoss enda með hörkulið. Við gerðum þetta allt saman og vorum að hjálpa hvor öðrum. Ef við spilum okkar leik þá kemur þetta."
„Við ætlum að halda áfram að mæta brjálaðir í hvern einasta leik, það er það sem þarf ef við ætlum alla leið."