Træbalismi eða jafnrétti Davíð Þór Jónsson skrifar 27. nóvember 2010 05:45 Mér finnst eins og það sé dálítið á reiki um hvað er verið að kjósa í dag. Jú, það er verið að velja einstaklinga á stjórnlagaþing, samkomu sem á að gera drög að nýrri stjórnarskrá undir handleiðslu sérfræðinga á því sviði, samkvæmt niðurstöðum þjóðfundar í von um að Alþingi samþykki hana. Já, þetta er svona einfalt. Stjórnlagaþing er í raun nefnd sem nýtur leiðsagnar við að fara eftir fyrirmælum til að framleiða texta sem Alþingi þarf að samþykkja. Það sem mér er hulin ráðgáta í þessu sambandi er einkum tvennt. Í fyrsta lagi af hverju það þurfa að vera svona margir í nefndinni og í öðru lagi af hverju svona margir hafa áhuga á að sitja í henni. Það er nefnilega ekki eins og þessi nefnd sé að fara að ákveða einhverjar lýðræðisumbætur sem valda straumhvörfum en Alþingi hefur verið dragbítur á í varnarbaráttu sinni fyrir hagsmunum fjórflokksins. Þessi nefnd er ekki að fara að setja lög, hún er að fara að færa í letur reglur um jafnrétti og aðrar vitaskuldir. Persónuleg baráttumál frambjóðendanna skipta engu máli, hendur þeirra eru bundnar. Stjórnlagaþing er ekki að fara að gera landið að einu kjördæmi og tryggja þannig jafnrétti allra Íslendinga nema eitthvað stórkostlegt kraftaverk verði til þess að blása órofa hefð margra alda hreppapólitíkur út úr hausnum á alþingismönnunum okkar. Þessi nefnd er ekki að fara að vinna að jafnrétti með því að tryggja einstaklingskosningar nema jafnmikið kraftaverk verði til þess að alþingismenn láti jafnrétti í raun vega þyngra en flokkahagsmuni í fyrsta skipti í sögu þingsins. Héröð, hreppar, kjördæmi, flokkar og kyn eru úreltar træbalískar stofnanir sem við verðum að henda út í hafsauga. Jafnrétti getur aðeins verið jafnrétti einstaklinga. Aðeins einstaklingar geta tryggt jafnrétti. Að gera það er andstætt eðli hinna træbalísku stofnana samfélagsins sem þjóna þeim tilgangi einum að sundra heildinni og greina fólk í hópa, t.d. á grundvelli búsetu eða kynferðis. Stjórnlagaþingi er ætlað að tryggja jafnrétti í stjórnarskrá óháð kyni eða búsetu. Af hverju ætti að velja fólk í það út frá öðrum forsendum en hæfni í textavinnslu? Ekki misskilja. Ég er ánægður með þessar kosningar. Ef þær takast vel gætu þær nefnilega orðið fyrirmyndin að því hvernig hægt væri að velja Alþingi á forsendum raunverulegs jafnréttis en ekki úrelts træbalisma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun
Mér finnst eins og það sé dálítið á reiki um hvað er verið að kjósa í dag. Jú, það er verið að velja einstaklinga á stjórnlagaþing, samkomu sem á að gera drög að nýrri stjórnarskrá undir handleiðslu sérfræðinga á því sviði, samkvæmt niðurstöðum þjóðfundar í von um að Alþingi samþykki hana. Já, þetta er svona einfalt. Stjórnlagaþing er í raun nefnd sem nýtur leiðsagnar við að fara eftir fyrirmælum til að framleiða texta sem Alþingi þarf að samþykkja. Það sem mér er hulin ráðgáta í þessu sambandi er einkum tvennt. Í fyrsta lagi af hverju það þurfa að vera svona margir í nefndinni og í öðru lagi af hverju svona margir hafa áhuga á að sitja í henni. Það er nefnilega ekki eins og þessi nefnd sé að fara að ákveða einhverjar lýðræðisumbætur sem valda straumhvörfum en Alþingi hefur verið dragbítur á í varnarbaráttu sinni fyrir hagsmunum fjórflokksins. Þessi nefnd er ekki að fara að setja lög, hún er að fara að færa í letur reglur um jafnrétti og aðrar vitaskuldir. Persónuleg baráttumál frambjóðendanna skipta engu máli, hendur þeirra eru bundnar. Stjórnlagaþing er ekki að fara að gera landið að einu kjördæmi og tryggja þannig jafnrétti allra Íslendinga nema eitthvað stórkostlegt kraftaverk verði til þess að blása órofa hefð margra alda hreppapólitíkur út úr hausnum á alþingismönnunum okkar. Þessi nefnd er ekki að fara að vinna að jafnrétti með því að tryggja einstaklingskosningar nema jafnmikið kraftaverk verði til þess að alþingismenn láti jafnrétti í raun vega þyngra en flokkahagsmuni í fyrsta skipti í sögu þingsins. Héröð, hreppar, kjördæmi, flokkar og kyn eru úreltar træbalískar stofnanir sem við verðum að henda út í hafsauga. Jafnrétti getur aðeins verið jafnrétti einstaklinga. Aðeins einstaklingar geta tryggt jafnrétti. Að gera það er andstætt eðli hinna træbalísku stofnana samfélagsins sem þjóna þeim tilgangi einum að sundra heildinni og greina fólk í hópa, t.d. á grundvelli búsetu eða kynferðis. Stjórnlagaþingi er ætlað að tryggja jafnrétti í stjórnarskrá óháð kyni eða búsetu. Af hverju ætti að velja fólk í það út frá öðrum forsendum en hæfni í textavinnslu? Ekki misskilja. Ég er ánægður með þessar kosningar. Ef þær takast vel gætu þær nefnilega orðið fyrirmyndin að því hvernig hægt væri að velja Alþingi á forsendum raunverulegs jafnréttis en ekki úrelts træbalisma.