Umfjöllun: Sannfærandi Valsstúlkur í góðri stöðu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 20. apríl 2010 21:01 Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals. Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Valsstúlkur sigruðu Fram sannfærandi, 24-31, í öðrum leik liðanna í úrslitarimmu liðanna um íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna. Framstúlkur byrjuðu leikinn vel en eftir því sem leið á leikinn tóku gestirnir leikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn fór vel af stað og baráttan mikil fyrstu minúturnar. Liðin byrjuðu samtaka og fylgdu hvort öðru en eftir tíu mínútna leik tóku heimastúlkur yfirhöndina í leiknum. Gestirnir í Val misstu tvo leikmenn útaf, Framstúlkur nýttu sér það, skoruðu fjögur mörk í röð og staðan þá 7-3. Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, varð fyrir því óláni að fá högg í andlitið eftir slagsmál á línunni en þar sem hún notar gleraugu meiddist hún eitthvað í andliti og yfirgaf völlinn. Valsstúlkur löguðu stöðuna fljótlega með frábærum kafla og jöfnuðu leikinn, 8-8, og komust svo yfir strax í kjölfarið. Þær héldu ferð sinni áfram, náðu fjögurra marka forystu og tóku leikinn í sínar hendur. Það var líkt og meiðsli Guðrúnar Þóru hefði áhrif á hinar Framstelpurnar því þær virtust ekki finna sig almennilega eftir að atvikið átti sér stað. Í sókninni voru þær með kærulaus skot sem að enduðu flest framhjá eða yfir. Íris Björk var að verja vel og hélt þeim inn í leiknum, varði mikilvægar vörslur og var með 11 skot varin í fyrrihálfleik. Gestirnir úr Val voru með forystuna er liðin gengu til búningsherbergja, staðan 11-13 í hálfleik. Framsstúlkur jöfnuðu leikinn strax eftir leikhlé með tveimur mörkum frá Stellu Sigurðardóttir. Gestirnir svöruðu strax og létu vita að þær vildu stjórna leiknum. Fljótlega var munurinn orðinn fimm mörk og gestirnir í góðri stöðu. Sigurinn var í raun aldrei í hættu það sem eftir lifði leiks fyrir Valsstúlkur. Þeir voru sterkar í vörninni og spiluðu fínan sóknarleik. Heimastúlkur voru stressaðar og virtust ekki standast álagið, gestirnir gengu á lagið og kláruðu leikinn sannfærandi með sjö marka sigri sem fyrr segir, 24-31. Valsstúlkur eru komnar 2-0 yfir í þessari rimmu og í ansi þægilegri stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer í Vodafone-höllinni á föstudaginn kemur.Fram-Valur 24-31 (11-13)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 8 (17), Karen Knútsdóttir 7/6 (14/7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (9), Hafdís Hinriksdóttir 1 (1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið.Hraðaupphlaup: 3 (Karen, Stella, Hafdís) Fiskuð víti: 7 (Pavla 5, Hildur, Ásta) Utan vallar: 4 mín.Mörk Vals (skot): Hildigunnur Einarsdóttir 6 (10), Kristín Guðmundsdóttir 6 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 5 (11/1), Rebekka Rut Skúladóttir 5 (6), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3 (4), Brynja Dögg Steinsen 2 (4/3), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 13 skot varin.Hraðaupphlaup: 1 (Rebekka) Fiskuð víti: 4 ( Rebekka, Anna, Kristín, Íris) Utan vallar: 6 mínDómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira