„Þetta hafðist og það er eiginlega það eina jákvæða sem hægt er að taka úr leiknum," sagði varnarjaxlinn Sverre Jakobsson eftir sigurinn nauma gegn Lettlandi í kvöld.
„Sóknin var ívið skárri en varnarleikurinn. Ég hef eiginlega enga skýringu á þessu... við vorum bara óöruggir og alltof seinir. Það er mikill léttir, tap hefði verið grátlegt hérna á heimavelli. Við áttum að gera okkur mun auðveldara fyrir."
„Þetta hefði alveg getað farið á hinn veginn og við verðum að gera miklu betur í Austurríki. Við þurfum heldur betur að mæta undirbúnir í þann leik. Við eigum mikla vinnu framundan á næstu tveimur dögum til að ná því. Við höfum oft sýnt að við náum að stíga upp þegar þess þarf."
Sverre: Mikill léttir að ná sigri
Elvar Geir Magnússon í Laugardalshöllinni skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Íslenski boltinn

