Valur komst í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars karla er liðið lagði Selfoss, 25-29, á Selfossi. Heimamenn voru yfir í hálfleik, 14-12.
Valdimar Fannar Þórsson átti stórleik fyrir Valsmenn í kvöld og skoraði ein 14 mörk. Orri Freyr Gíslason og Anton Rúnarsson skoruðu báðir 5 mörk.
Ragnar Jóhannsson fór mikinn í liði Selfoss og skoraði 10 mörk. Guðni Ingvarsson var næstakvæðamestur með 4 mörk.