Af sama sauðahúsi? Ólafur Stephensen skrifar 14. ágúst 2010 09:15 Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán.Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður spurði ráðherrann á Alþingi 1. júlí í fyrra; hvort hann teldi að lögmæti lána, sem væru í raun "hrein krónulán en með erlendu viðmiði" væri hafið yfir allan vafa og vísaði til laga um vexti og verðbætur. Gylfi svaraði um "lán í erlendri mynt" - sem var ekki það sem þingmaðurinn spurði um - og svaraði því til að lögfræðingar í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hefðu vitaskuld skoðað málið og niðurstaða þeirra væri að lánin væru lögmæt.Nú hefur komið skýrt fram að lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins skrifaði í minnisblaði til ráðherrans 9. júní í fyrra að lögin tækju af skarið um að verðtrygging á lánum í íslenzkum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar væri vísitala neyzluverðs. Þetta kom ekki fram í svari ráðherrans.Aukinheldur hefur komið fram að á þeim tíma, er ráðherrann svaraði Ragnheiði, hafði ráðuneytið í höndum tvö önnur lögfræðiálit, annað frá Lögmannsstofunni Lex og hitt frá Seðlabankanum, þar sem komizt var að sömu niðurstöðu; að gengistrygging krónulána væri ólögmæt. Þetta var svo staðfest í Hæstarétti í sumar.Eftir að misræmið í svörum ráðherra komst í hámæli, hefur fylgt röð af afsökunum, þar sem reynt er að skella skuldinni á embættismenn Seðlabanka eða ráðuneytisins að hafa ekki upplýst hann um stöðu mála. Það eru ekki sannfærandi skýringar, enda hafa viðkomandi hrakið þær eina af annarri. Ráðherra ber skylda til að vera upplýstur um mikilvæg mál í ráðuneyti sínu. Hann ber ábyrgð á stjórnsýslu þess og getur ekki kennt embættismönnum um.Undanhald ráðherrans er farið að minna óþægilega mikið á svipuð mál, sem komið hafa upp á undanförnum áratugum, þar sem ráðherrar hafa komið sér í vandræði en forðazt í lengstu lög að viðurkenna ábyrgð sína á mistökum með því að segja af sér.Núverandi ríkisstjórn starfar meðal annars undir merkjum nýrrar, opinnar og siðvæddrar stjórnsýslu þótt fáir merki reyndar mikinn mun á henni og fyrri ríkisstjórnum í því efni. Þó hefur forsætisráðherra gefið út yfirlýsingar um að stjórnsýslan þurfi að draga lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis og fékk sérstakan starfshóp til að gera tillögur um hvaða úrbætur þyrfti að gera í framhaldi af skýrslunni. Hópurinn lagði meðal annars til að sett yrðu lög um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Formaður starfshópsins, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, hefur lýst því yfir að Gylfi Magnússon hafi afvegaleitt Alþingi.Utanþingsráðherrarnir tveir í ríkisstjórninni hafa staðið sig vel og ánægja almennings með störf þeirra hefur verið meiri en með störf atvinnustjórnmálamannanna á ráðherrastólum. Þeir hafa unnið faglega að málum og kannski haft það fram yfir atvinnupólitíkusana að þurfa ekki að hafa nagandi áhyggjur af því hvort þeir haldi ráðherrastólnum eða verði endurkjörnir á þing.Einmitt til að undirstrika að hann er ekki af sama sauðahúsi og pólitíkusarnir sem í gegnum tíðina hafa ríghaldið í völdin þrátt fyrir að hafa gert mistök - og til að gefa öðrum fordæmi - á Gylfi Magnússon nú að viðurkenna mistök sín og yfirgefa ráðherrastólinn með sæmilegri reisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun
Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán.Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður spurði ráðherrann á Alþingi 1. júlí í fyrra; hvort hann teldi að lögmæti lána, sem væru í raun "hrein krónulán en með erlendu viðmiði" væri hafið yfir allan vafa og vísaði til laga um vexti og verðbætur. Gylfi svaraði um "lán í erlendri mynt" - sem var ekki það sem þingmaðurinn spurði um - og svaraði því til að lögfræðingar í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hefðu vitaskuld skoðað málið og niðurstaða þeirra væri að lánin væru lögmæt.Nú hefur komið skýrt fram að lögfræðingur viðskiptaráðuneytisins skrifaði í minnisblaði til ráðherrans 9. júní í fyrra að lögin tækju af skarið um að verðtrygging á lánum í íslenzkum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar væri vísitala neyzluverðs. Þetta kom ekki fram í svari ráðherrans.Aukinheldur hefur komið fram að á þeim tíma, er ráðherrann svaraði Ragnheiði, hafði ráðuneytið í höndum tvö önnur lögfræðiálit, annað frá Lögmannsstofunni Lex og hitt frá Seðlabankanum, þar sem komizt var að sömu niðurstöðu; að gengistrygging krónulána væri ólögmæt. Þetta var svo staðfest í Hæstarétti í sumar.Eftir að misræmið í svörum ráðherra komst í hámæli, hefur fylgt röð af afsökunum, þar sem reynt er að skella skuldinni á embættismenn Seðlabanka eða ráðuneytisins að hafa ekki upplýst hann um stöðu mála. Það eru ekki sannfærandi skýringar, enda hafa viðkomandi hrakið þær eina af annarri. Ráðherra ber skylda til að vera upplýstur um mikilvæg mál í ráðuneyti sínu. Hann ber ábyrgð á stjórnsýslu þess og getur ekki kennt embættismönnum um.Undanhald ráðherrans er farið að minna óþægilega mikið á svipuð mál, sem komið hafa upp á undanförnum áratugum, þar sem ráðherrar hafa komið sér í vandræði en forðazt í lengstu lög að viðurkenna ábyrgð sína á mistökum með því að segja af sér.Núverandi ríkisstjórn starfar meðal annars undir merkjum nýrrar, opinnar og siðvæddrar stjórnsýslu þótt fáir merki reyndar mikinn mun á henni og fyrri ríkisstjórnum í því efni. Þó hefur forsætisráðherra gefið út yfirlýsingar um að stjórnsýslan þurfi að draga lærdóma af rannsóknarskýrslu Alþingis og fékk sérstakan starfshóp til að gera tillögur um hvaða úrbætur þyrfti að gera í framhaldi af skýrslunni. Hópurinn lagði meðal annars til að sett yrðu lög um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Formaður starfshópsins, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, hefur lýst því yfir að Gylfi Magnússon hafi afvegaleitt Alþingi.Utanþingsráðherrarnir tveir í ríkisstjórninni hafa staðið sig vel og ánægja almennings með störf þeirra hefur verið meiri en með störf atvinnustjórnmálamannanna á ráðherrastólum. Þeir hafa unnið faglega að málum og kannski haft það fram yfir atvinnupólitíkusana að þurfa ekki að hafa nagandi áhyggjur af því hvort þeir haldi ráðherrastólnum eða verði endurkjörnir á þing.Einmitt til að undirstrika að hann er ekki af sama sauðahúsi og pólitíkusarnir sem í gegnum tíðina hafa ríghaldið í völdin þrátt fyrir að hafa gert mistök - og til að gefa öðrum fordæmi - á Gylfi Magnússon nú að viðurkenna mistök sín og yfirgefa ráðherrastólinn með sæmilegri reisn.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun