Tiger í tómu rugli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júlí 2010 19:45 Tiger slær hér af þyrlupalli í Dubai. Tiger Woods gengur afar illa að finna sitt fyrra form þessa dagana og spilamennsku hans virðist hreinlega hraka með hverri vikunni sem líður. Hann stendur í erfiðu skilnaðarmáli og vandamálin í einkalífinu eru ekki að hjálpa honum með golfið. Tiger var nú síðast að spila í Pro-am móti í Írlandi og spilaði á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari vallarins. Það þykir ekki merkilegt hjá besta kylfingi heims. Tiger fékk sex skolla á hringnum, einn tvöfaldan skolla og nældi aðeins í einn fugl. Hann setti þess utan eina þrjá bolta út í vatn. Tiger tók þessu móti ekkert sérstaklega alvarlega og þegar hann var á sjötta teig brá hann sér í sjoppu til hliðar við teiginn og hesthúsaði tveimur hamborgurum. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods gengur afar illa að finna sitt fyrra form þessa dagana og spilamennsku hans virðist hreinlega hraka með hverri vikunni sem líður. Hann stendur í erfiðu skilnaðarmáli og vandamálin í einkalífinu eru ekki að hjálpa honum með golfið. Tiger var nú síðast að spila í Pro-am móti í Írlandi og spilaði á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari vallarins. Það þykir ekki merkilegt hjá besta kylfingi heims. Tiger fékk sex skolla á hringnum, einn tvöfaldan skolla og nældi aðeins í einn fugl. Hann setti þess utan eina þrjá bolta út í vatn. Tiger tók þessu móti ekkert sérstaklega alvarlega og þegar hann var á sjötta teig brá hann sér í sjoppu til hliðar við teiginn og hesthúsaði tveimur hamborgurum.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira