Fram vann sautján marka sigur á Valsmönnum í N1 deild karla í gærkvöldi en lærisveinarnir hans Júlíusar Jónassonar eru nú eina liðið í deildinni sem hefur ekki náð í stig í fyrstu fjórum umferðunum.
Framarar fóru á kostum í leiknum og voru þegar komnir með 9 marka forskot í hálfleik 20-11. Fram vann síðan seinni hálfleikinn með nánast sama mun eða 20-12.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Safamýrinni í gær og náði nokkrum skemmtilegum myndum.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Framarar flengdu nágranna sína af Hlíðarenda - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
