Enn þarf Hæstiréttur að úrskurða Ólafur Stephensen skrifar 1. júlí 2010 00:01 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Þessar tvær eftirlitsstofnanir fjármálageirans telja sig sömuleiðis fara að lögum með því að leggja til að lægstu óverðtryggðir Seðlabankans gildi um lán, sem voru verðtryggð með tengingu við erlenda gjaldmiðla, en að lægstu verðtryggðir vextir gildi um lán, sem hugsanlega verði bundin við hefðbundna verðtryggingu í stað gengistryggingarinnar. Um þetta eru þó klárlega mjög skiptar skoðanir, eins og komið hefur fram eftir að Seðlabankinn og FME gáfu út tilmælin. Stofnanirnar eru gagnrýndar fyrir að fara ekki að lögum, enda hafa flestir lögfræðingar, sem hafa tjáð sig um dóm Hæstaréttar, talið að eftir að gengisbindingin var úrskurðuð ólögmæt, stæðu upprunalegir vextir eftir. Þeir eru afar lágir og yfirleitt miðaðir við vexti í þeirri mynt, sem lánin voru upphaflega bundin við, en ekki hina háu vexti sem gilt hafa um skuldbindingar í íslenzkum krónum. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar liggur fyrir að enginn hefði fengið lán á slíkum vöxtum án verð- eða gengistryggingar þegar lánin voru tekin og enginn fengi lán á slíkum kjörum í dag. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, hefur bent á að miðað við 8,5% óverðtryggða vexti séu þeir sem tóku gengistryggðu lánin mun betur settir en miðað við upphaflegu gengistrygginguna. Þeir eru hins vegar að sjálfsögðu verr settir en ef upphaflegu vextirnir giltu eingöngu, án nokkurrar annarrar viðmiðunar. Arnór hefur sömuleiðis bent á að verði eingöngu samningsvextirnir látnir gilda þýði það áfall fyrir fjármálafyrirtækin, sem geti komið niður á almannahagsmunum. Skattgreiðendur geti neyðzt til að veita fjármálakerfinu enn frekari stuðning og högg á fjármálakerfið kæmi efnahagslífinu í heild sinni illa. Það jákvæða við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er að fjármálastofnanir geta tímabundið samræmt viðbrögð sín við dómi Hæstaréttar og allir lánþegar fá þannig sömu meðferð í þeirri óvissu, sem enn ríkir. Þau eru sömuleiðis viðmiðun, sem tryggir ákveðinn stöðugleika þar til úr þeirri óvissu verður greitt. Það blasir hins vegar við að dómstólar verða aftur að koma til skjalanna og úrskurða meðal annars um hvort tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eigi sér lagastoð. Á endanum verður það Hæstaréttar að úrskurða um endanlegan útreikning og vaxtaviðmiðun myntkörfulánanna. Stjórnvöld þurfa öll að leggjast á eitt til að tryggja að sú niðurstaða fáist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Þessar tvær eftirlitsstofnanir fjármálageirans telja sig sömuleiðis fara að lögum með því að leggja til að lægstu óverðtryggðir Seðlabankans gildi um lán, sem voru verðtryggð með tengingu við erlenda gjaldmiðla, en að lægstu verðtryggðir vextir gildi um lán, sem hugsanlega verði bundin við hefðbundna verðtryggingu í stað gengistryggingarinnar. Um þetta eru þó klárlega mjög skiptar skoðanir, eins og komið hefur fram eftir að Seðlabankinn og FME gáfu út tilmælin. Stofnanirnar eru gagnrýndar fyrir að fara ekki að lögum, enda hafa flestir lögfræðingar, sem hafa tjáð sig um dóm Hæstaréttar, talið að eftir að gengisbindingin var úrskurðuð ólögmæt, stæðu upprunalegir vextir eftir. Þeir eru afar lágir og yfirleitt miðaðir við vexti í þeirri mynt, sem lánin voru upphaflega bundin við, en ekki hina háu vexti sem gilt hafa um skuldbindingar í íslenzkum krónum. Þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar liggur fyrir að enginn hefði fengið lán á slíkum vöxtum án verð- eða gengistryggingar þegar lánin voru tekin og enginn fengi lán á slíkum kjörum í dag. Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, hefur bent á að miðað við 8,5% óverðtryggða vexti séu þeir sem tóku gengistryggðu lánin mun betur settir en miðað við upphaflegu gengistrygginguna. Þeir eru hins vegar að sjálfsögðu verr settir en ef upphaflegu vextirnir giltu eingöngu, án nokkurrar annarrar viðmiðunar. Arnór hefur sömuleiðis bent á að verði eingöngu samningsvextirnir látnir gilda þýði það áfall fyrir fjármálafyrirtækin, sem geti komið niður á almannahagsmunum. Skattgreiðendur geti neyðzt til að veita fjármálakerfinu enn frekari stuðning og högg á fjármálakerfið kæmi efnahagslífinu í heild sinni illa. Það jákvæða við tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins er að fjármálastofnanir geta tímabundið samræmt viðbrögð sín við dómi Hæstaréttar og allir lánþegar fá þannig sömu meðferð í þeirri óvissu, sem enn ríkir. Þau eru sömuleiðis viðmiðun, sem tryggir ákveðinn stöðugleika þar til úr þeirri óvissu verður greitt. Það blasir hins vegar við að dómstólar verða aftur að koma til skjalanna og úrskurða meðal annars um hvort tilmæli Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eigi sér lagastoð. Á endanum verður það Hæstaréttar að úrskurða um endanlegan útreikning og vaxtaviðmiðun myntkörfulánanna. Stjórnvöld þurfa öll að leggjast á eitt til að tryggja að sú niðurstaða fáist sem allra fyrst.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun