Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá nýjum samningi við Halldór Jóhann Sigfússon sem mun spila með liðinu næstu tvö árin.
Þetta kom fram í tilkynningu sem deildin sendi frá sér í dag. Halldór er 32 ára gamall og hefur verið hjá Fram síðan 2007. Áður spilaði hann með KA og sem atvinnumaður í Þýskalandi.
Halldór lék nítján af 21 deildarleik Fram í vetur og skoraði í þeim 48 mörk. Fram varð í sjötta sæti deildarinnar en Halldór er fyrirliði liðsins.