Vegtollar Sverrir Jakobsson skrifar 6. apríl 2010 06:00 Á Íslandi hefur verið sæmileg sátt um að það sé verkefni hins opinbera að tryggja góðar samgöngur í landinu. Raunar eru samgöngur eitt þeirra opinberu verkefna sem minnstur styrr stendur um þar sem aðhaldssamir frjálshyggjumenn hafa iðulega stutt samgönguframkvæmdir til að tryggja verktökum verkefni. Þessi misserin er svigrúm í opinberum rekstri hins vegar lítið og það kemur niður á vegaframkvæmdum eins og öðru. Núna eru uppi hugmyndir að breyta þessu með einkaframkvæmd til að breikka Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Slík framkvæmd verður kostnaðarsöm en í samgönguráðuneytinu hafa menn þjóðráð við því, að velta kostnaðinum yfir á vegfarendur í formi vegtolla. Þessi hugmynd er vafalaust ekki langt komin á veg en þó hafa þegar orðið umræður um þetta á Alþingi og sýnist sitt hverjum. Það er ekki nema von enda væri um grundvallarstefnubreytingu í vegamálum að ræða. Vissulega hafa áður verið teknir upp vegtollar á Íslandi og eru Hvalfjarðargöng dæmi um það. Göngin undir Hvalfjörð eru þó ekki sambærileg við það sem hér er verið að ræða. Í fyrsta lagi þá er vegfarendum norður á land valfrjálst að nota göngin og greiða tollinn þar sem þeim er einnig mögulegt að keyra á ágætum vegi fyrir Hvalfjörðinn. Í öðru lagi þá var vegurinn í gegnum þau nýframkvæmd en svo er ekki um fyrirhugaða breikkun á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Þar eru á ferð ágætir vegir sem hafa dugað vegfarendum vel án sérstakra hindrana. Krafan um breikkun veganna kemur einfaldlega til vegna aukinnar bílaeignar landsmanna og vegna meiri umferðarhraða. Ýmsir aðrir möguleikar koma til greina til að tryggja greiðari og meira öryggi á þessum vegum, t.d. að efla almenningssamgöngur sem alvöru valkost við einkabíla eða leggja svo kallaða 2+1 vegi á viðsjárverðum köflum, sem raunar hefur þegar verið gert að einhverju leyti. Það er staðreynd að auknar almenningssamgöngur myndu draga úr þörfinni fyrir tvíbreiðan veg og væru mun ódýrari lausn heldur en einkaframkvæmd með tilheyrandi vegtollum. Það er skylda samgönguráðherra að kanna þann valkost til hlítar áður en farið er í kostnaðarsamar framkvæmdir með upptöku vegtolla. Það eru því ýmsir vankantar á hugmyndinni um vegtolla en hið versta við hana eru þó hinar dogmatísku forsendur hennar. Það er furðulegur rétttrúnaður að almennar samgöngubætur megi ekki fjármagna með aukinni skattheimtu. Það er kallað álögur á almenning en í raunar borgar almenningur jafnan brúsann. Það er bara bókhaldsbrella að ætla að spara almenningi brúsann með því að láta lífeyrissjóðina (sameign almennings) stofna félag um verkefnið og leigja síðan ríkinu (annarri sameign almennings) veginn sem orðinn er til. Að einhverju leyti mætti auðvitað halda því fram að með vegtollum færist kostnaður á notendur. Gallinn er bara sá að sú kostnaðardreifing er ekkert endilega sanngjörn og auðvelt er að rökstyðja að hún leggist of hart á suma miðað við aðra, t.d. á landsbyggðarfólk umfram höfuðborgarbúa. Það virðist líka ansi handahófskennt að taka upp vegtolla á sumum spottum vegna þess að nú er hart í ári á meðan aðrir vegir hafa verið greiddir úr sameiginlegum sjóðum, t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar eða Héðinsfjarðargöng. Á hinn bóginn er grunnhugmyndin á bak vegtolla ekki fráleit ef framkvæmdin væri önnur. Það er staðreynd að samgönguframkvæmdir eru dýrar og þjóðfélagið ber kostnað af því að taka land undir stór samgöngumannvirki. Sérstaklega skiptir þetta máli á höfuðborgarsvæði þar sem drjúgur hluti af verðmætu landi hefur verið lagður undir plássfrek samgöngumannvirki til þess að tryggja greiða umferð einkabíla. Í því ljósi er alls ekki sanngjarnt að bílaeigendur borgi ekkert fyrir malbikið og samgöngumannvirkin sem þeir nota. Sérstaklega í ljósi þess að hár eldsneytiskostnaður og útblástur einkabíla eru bæði alvarlegt efnahagsvandamál og umhverfisvandamál. Það mætti hins vegar leysa með sértækum gjöldum á bíla. Sá skattur ætti auðvitað ekkert síður að koma í veg fyrir rándýrar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Það er staðreynd að lengd bíla hefur áhrif á umferðartafir og þar munar miklu þegar umferðarþunginn er mikill. Þess vegna hafa ýmsar þjóðir (t.d. Japanir) ívilnað þeim sem nota litla bíla með stærðargjaldi á stærri bíla. Það er lausn sem samgönguráðherra ætti að athuga af fullri alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Á Íslandi hefur verið sæmileg sátt um að það sé verkefni hins opinbera að tryggja góðar samgöngur í landinu. Raunar eru samgöngur eitt þeirra opinberu verkefna sem minnstur styrr stendur um þar sem aðhaldssamir frjálshyggjumenn hafa iðulega stutt samgönguframkvæmdir til að tryggja verktökum verkefni. Þessi misserin er svigrúm í opinberum rekstri hins vegar lítið og það kemur niður á vegaframkvæmdum eins og öðru. Núna eru uppi hugmyndir að breyta þessu með einkaframkvæmd til að breikka Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Slík framkvæmd verður kostnaðarsöm en í samgönguráðuneytinu hafa menn þjóðráð við því, að velta kostnaðinum yfir á vegfarendur í formi vegtolla. Þessi hugmynd er vafalaust ekki langt komin á veg en þó hafa þegar orðið umræður um þetta á Alþingi og sýnist sitt hverjum. Það er ekki nema von enda væri um grundvallarstefnubreytingu í vegamálum að ræða. Vissulega hafa áður verið teknir upp vegtollar á Íslandi og eru Hvalfjarðargöng dæmi um það. Göngin undir Hvalfjörð eru þó ekki sambærileg við það sem hér er verið að ræða. Í fyrsta lagi þá er vegfarendum norður á land valfrjálst að nota göngin og greiða tollinn þar sem þeim er einnig mögulegt að keyra á ágætum vegi fyrir Hvalfjörðinn. Í öðru lagi þá var vegurinn í gegnum þau nýframkvæmd en svo er ekki um fyrirhugaða breikkun á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Þar eru á ferð ágætir vegir sem hafa dugað vegfarendum vel án sérstakra hindrana. Krafan um breikkun veganna kemur einfaldlega til vegna aukinnar bílaeignar landsmanna og vegna meiri umferðarhraða. Ýmsir aðrir möguleikar koma til greina til að tryggja greiðari og meira öryggi á þessum vegum, t.d. að efla almenningssamgöngur sem alvöru valkost við einkabíla eða leggja svo kallaða 2+1 vegi á viðsjárverðum köflum, sem raunar hefur þegar verið gert að einhverju leyti. Það er staðreynd að auknar almenningssamgöngur myndu draga úr þörfinni fyrir tvíbreiðan veg og væru mun ódýrari lausn heldur en einkaframkvæmd með tilheyrandi vegtollum. Það er skylda samgönguráðherra að kanna þann valkost til hlítar áður en farið er í kostnaðarsamar framkvæmdir með upptöku vegtolla. Það eru því ýmsir vankantar á hugmyndinni um vegtolla en hið versta við hana eru þó hinar dogmatísku forsendur hennar. Það er furðulegur rétttrúnaður að almennar samgöngubætur megi ekki fjármagna með aukinni skattheimtu. Það er kallað álögur á almenning en í raunar borgar almenningur jafnan brúsann. Það er bara bókhaldsbrella að ætla að spara almenningi brúsann með því að láta lífeyrissjóðina (sameign almennings) stofna félag um verkefnið og leigja síðan ríkinu (annarri sameign almennings) veginn sem orðinn er til. Að einhverju leyti mætti auðvitað halda því fram að með vegtollum færist kostnaður á notendur. Gallinn er bara sá að sú kostnaðardreifing er ekkert endilega sanngjörn og auðvelt er að rökstyðja að hún leggist of hart á suma miðað við aðra, t.d. á landsbyggðarfólk umfram höfuðborgarbúa. Það virðist líka ansi handahófskennt að taka upp vegtolla á sumum spottum vegna þess að nú er hart í ári á meðan aðrir vegir hafa verið greiddir úr sameiginlegum sjóðum, t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar eða Héðinsfjarðargöng. Á hinn bóginn er grunnhugmyndin á bak vegtolla ekki fráleit ef framkvæmdin væri önnur. Það er staðreynd að samgönguframkvæmdir eru dýrar og þjóðfélagið ber kostnað af því að taka land undir stór samgöngumannvirki. Sérstaklega skiptir þetta máli á höfuðborgarsvæði þar sem drjúgur hluti af verðmætu landi hefur verið lagður undir plássfrek samgöngumannvirki til þess að tryggja greiða umferð einkabíla. Í því ljósi er alls ekki sanngjarnt að bílaeigendur borgi ekkert fyrir malbikið og samgöngumannvirkin sem þeir nota. Sérstaklega í ljósi þess að hár eldsneytiskostnaður og útblástur einkabíla eru bæði alvarlegt efnahagsvandamál og umhverfisvandamál. Það mætti hins vegar leysa með sértækum gjöldum á bíla. Sá skattur ætti auðvitað ekkert síður að koma í veg fyrir rándýrar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Það er staðreynd að lengd bíla hefur áhrif á umferðartafir og þar munar miklu þegar umferðarþunginn er mikill. Þess vegna hafa ýmsar þjóðir (t.d. Japanir) ívilnað þeim sem nota litla bíla með stærðargjaldi á stærri bíla. Það er lausn sem samgönguráðherra ætti að athuga af fullri alvöru.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun