Valsstúlkur tóku í dag við Íslandsbikarnum fyrir sigur í Pepsi-deild kvenna. Valur lagði þá Grindavík, 7-1, en var reyndar orðið meistari fyrir leikinn.
Breiðablik vann stórsigur á Haukum, 3-9, á meðan Þór/KA rúllaði yfir KR, 0-6.
Markalaust jafntefli var hjá Stjörnunni og FH en Fylkir vann Aftureldingu, 7-1.