KA-menn sitja áfram í fallsæti 1.deild karla í fótbolta eftir 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Skagamönnum í kvöld.
KA komst yfir í leiknum eftir hálftíma leik með marki frá Guðmundi Óla Steingrímssyni en Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði jöfnunarmark Skagamanna í upphafi seinni hálfleiks.
Þetta var fyrsta mark Hjartar síðan 22. maí þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli á móti Fjölni.
Skagamenn eru í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Fjölni sem er í næsta sæti fyrir ofan.
KA-menn eru því áfram í 11. sæti deildarinnar nú tveimur stigum á eftir botnliði Gróttu sem vann sinn leik í gær.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netmiðlinum fótbolta.net.
KA-menn áfram í fallsæti eftir jafntefli við Skagamenn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum
Enski boltinn


Beckham fimmtugur í dag
Enski boltinn


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti




„Þetta er ekki búið“
Fótbolti