Landsbyggðin vann KPMG-bikarinn í golfi annað árið í röð en keppnin í ár fór fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Landsbyggðin fékk 13 vinninga gegn 11 vinningum frá Höfuðborgarliðinu.
Það virtist ekki vera mikil spenna fyrir lokadaginn því landsbyggðin var með 9-3 forskot eftir fyrri daginn. Höfuðborgarliðið fékk aftur á móti átta vinninga af tólf mögulegum út úr tvímenningnum í dag og það var því mikil spenna á lokakaflanum.
„Talsverð spenna var á lokaholunum enda hafði höfuðborginni tekist að sigra marga leiki snemma í þriðju umferð og sett talsverða pressu á Landsbyggðina. Það varð hins vegar ljóst þegar Hlynur Geir Hjartarson hafði betur gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á 18. flötinni að titilinn færi til Landsbyggðarinnar, annað árið í röð," sagði í umfjöllum um mótið á Kylfingi.is.
Hjá eldri kylfingum var það höfuðborgarbúar sem unnu nokkuð öruggt með 15,5 vinningum gegn 8,5.
Landsbyggðin vann KPMG-bikarinn í golfi annað árið í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn