HK-menn fögnuðu stigi í Vodafonehöllinni í kvöld eftir 25-25 jafntefli við Valsmenn. Gunnar Magnússon, þjálfari liðsins sagði liðið hafa náð í gríðarlega mikilvægt stig og HK-ingar hafa nú náð í þrjú stig út úr tveimur síðustu heimsóknum til Valsmanna.
„Þeir voru með menn í meiðslum þegar við unnum þá síðasta en núna voru þeir með flest menn inni. Við áttum von á erfiðum leik. Þeir eru í sömu baráttu og við og þetta eru allt úrslitaleikir. Við undirbjuggum okkur eins og um úrslitaleik væri að ræða og ég er ánægður með strákana. Ég var var ekki ánægður með þá á móti Fram en þeir komu sterkir til baka og sýndu það úr hverju þeir eru gerðir," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK.
„Valsmenn voru að spila leikinn á miklu tempói, þeir voru að skipta mikið og hafa meiri breidd. Við erum að spila á nánast sama liði allan tímann en höldum það út og ég er virkilega ánægður með að geta haldið út á nánast sama liðinu. Það er mjög sterkt," segir Gunnar.
„Við vorum að spila vel í kvöld á móti mjög erfiðu liði. Það vantaði kannski herslumuninn sóknarlega, því við vorum að klúðra tveimur vítum sem er erfitt á móti jafnsterku liðið. Við duttum aðeins niður í seinni hálfleik sóknarlega og kannski vorum við orðnir svolítið þreyttir en það vantaði herslumuninn í sókninni en varnarlega vorum við mjög sterkir allan tímann og markvarslan var frábær," sagði Gunnar.
Gunnar: Við undirbjuggum okkur eins og um úrslitaleik væri að ræða
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn