Fitness Sportmótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi var frestað vegna slæms veðurs í gær og hringurinn sem leikinn var í gær var felldur niður að fullu. Mótið fer fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Það er vonast eftir betri veðri í dag en í gær þegar það var mikið rok og mikil rigning. Í dag verða í staðinn leiknar 36 holur og byrjað verður að ræsa út kl 6:30. Um er að ræða sömu ráshópa og í gær en leikur hefst klukkutíma fyrr, þeir sem byrjuðu að leika 7:30 í gærmorgun byrja því klukkan 6:30 í dag.
Björgvin Sigurbergsson og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni sem var Flugfélag Íslands-mótið í Vestmannaeyjum fyrir tveimur vikum.
Byrjað upp á nýtt á Fitness Sportmótinu í dag
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
