„Þetta var frábært og við ákváðum að koma geðsjúkar til leiks og taka breiðholtið á þetta. Ef að við spilum svona vörn þá vinna þær okkur ekki, þetta er allt undir okkur komið," sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir ánægð eftir sannfærandi sigur á Fram í kvöld. Þetta var annar leikur liðanna en staðan er nú 2-0 Val í vil.
„Þegar að við náðum þriggja marka forystu þá fannst mér við verum með leikinn í okkar höndum. Við áttum alveg seinni hálfleikinn og spiluðum mjög vel," bætti Hrafnhildur við.
Liðin mætast aftur í þriðja leik liðanna á föstudaginn. Hrafnhildur vill klára dæmið í Vodafone-höllinni.
„Það er erfitt fyrir þær að vera 2-0 undir og hefði allt önnur staða verið ef það væri 1-1 eftir kvöldið í kvöld. Þetta er auðvitað bara frábær staða fyrir okkur. Við ætlum okkur að mæta eins til leiks á föstudaginn og auðvitað er skemmtilegast að klára dæmið á heimavelli fyrir framan okkar áhorfendur.
„Við fáum yfirleitt frí á miðvikudögum og við gömlu konurnar fáum örugglega okkar frí. Svo mætum við bara aftur dýrvitlausar klárar í þetta," sagði Hrafnhildur ánægð að lokum.
Hrafnhildur Skúla: Þetta er allt undir okkur komið
Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
