Umfjöllun: Akureyri þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn botnliðinu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. febrúar 2010 21:12 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Akureyrar. Fréttablaðið Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira