Fimbulfamb í nýrri útgáfu Freyr Bjarnason skrifar 26. október 2010 06:00 Bjarni Þorsteinsson og Pétur Már Ólafsson hjá Veröld með hið nýja Fimbulfamb. Vísir/GVA Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntanleg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spilið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undirritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þetta. Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, dómari í Gettu betur og íslenskufræðingur. „Ég hef heyrt að það hafi verið svartur markaður með notuð spil. Fólk hefur mjög mikinn áhuga á svona spilum sem eru að leika sér með tungumálið.“ Fimbulfamb byggist sem fyrr á útsjónarsemi og ímyndunarafli þátttakenda sem eiga að búa til sannfærandi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn. „Það er þessi skemmtilegi sköpunarkraftur sem er í tungumálinu okkar og þessi fjölbreytni sem er aðlaðandi í þessu. Ég hef ekki spilað þetta í nokkur ár en það er bara af því að maður hefur ekki komist í þetta,“ bætir Örn við. Að baki nýrri útgáfu á spilinu liggur mikil vinna fjölmargra aðila síðastliðin tvö ár. Við söfnun orðanna, sem eru hátt í tvö þúsund, var þess gætt að spilið yrði skemmtilegt en einnig að með því yki fólk orðaforða sinn og skilning á íslenskri tungu. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntanleg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spilið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undirritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þetta. Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, dómari í Gettu betur og íslenskufræðingur. „Ég hef heyrt að það hafi verið svartur markaður með notuð spil. Fólk hefur mjög mikinn áhuga á svona spilum sem eru að leika sér með tungumálið.“ Fimbulfamb byggist sem fyrr á útsjónarsemi og ímyndunarafli þátttakenda sem eiga að búa til sannfærandi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn. „Það er þessi skemmtilegi sköpunarkraftur sem er í tungumálinu okkar og þessi fjölbreytni sem er aðlaðandi í þessu. Ég hef ekki spilað þetta í nokkur ár en það er bara af því að maður hefur ekki komist í þetta,“ bætir Örn við. Að baki nýrri útgáfu á spilinu liggur mikil vinna fjölmargra aðila síðastliðin tvö ár. Við söfnun orðanna, sem eru hátt í tvö þúsund, var þess gætt að spilið yrði skemmtilegt en einnig að með því yki fólk orðaforða sinn og skilning á íslenskri tungu.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira