Gelt gelt Davíð Þór Jónsson skrifar 30. október 2010 06:45 Það virðist einkenna Íslendinga um þessar mundir að skiptar skoðanir leiði aldrei af sér frjóa og skapandi umræðu. Kannski eru það vonbrigðin með hið nýja Ísland eða öllu heldur lífseigju hins gamla sem valda því. Þess í stað hleypur fólk upp í fylkingar, fullt tortryggni og gremju, sem gelta hvor á aðra. Nýjasta dæmið er tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytt samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga. Þar er önnur fylkingin skipuð andlegum öreigum og gott ef ekki siðblindum fjendum guðrækni og góðra siða líka, ef marka má hina sem virðist, samkvæmt þeirri fyrrnefndu, vera skipuð talsmönnum trúboðs í skólum sem vilja að valdagráðug ríkiskirkja fái óáreitt að heilaþvo ungviði borgarinnar í óþökk foreldra þess. Ég held að hvor fylking sé hugarburður hinnar. Ég held að báðar fylkingar aðhyllist mannréttindi, trúfrelsi og jafnrétti trúar- og lífsskoðana og vilji tryggja æskunni haldgóða og óhlutdræga þekkingu á umhverfi sínu og menningu. Þar eru trúarbrögð og trúararfur stór þáttur. Reynslan sýnir að þekkingarskortur elur á útlendingahatri og fordómum. Fólk óttast það sem það þekkir ekki. Víðsýni og umburðarlyndi eru skilgetin afkvæmi upplýsingar og menntunar. Um það held ég að báðar fylkingar séu sammála. Í 2. gr. viðauka nr. 1 við samning Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Mannréttindasáttmála Evrópu), sem Íslendingar eru aðilar að, segir m. a.: „Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að ... menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra." Lítill hluti Íslendinga, einkum trúlausir húmanistar, telur núverandi fyrirkomulag brjóta í bága við þetta ákvæði. Það er auðvitað með öllu óviðunandi og úr því verður að bæta. En það verður ekki gert með því að brjóta þessi nákvæmlega sömu réttindi á öðrum. Hættum að gelta hvert á annað. Réttsýnt og skynsamt fólk, sem er annt um mannréttindi og trúfrelsi, hlýtur að geta sest niður með sáttfýsi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi og komist í sameiningu að viturlegri niðurstöðu. Ég neita að trúa öðru en að við getum komið okkur upp þjóðfélagi þar sem mannréttindi allra eru virt, ekki bara meirihlutans. Og þaðan af síður bara minnihlutans. Náungakærleikur felst í því að opna dyr, ekki loka þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Það virðist einkenna Íslendinga um þessar mundir að skiptar skoðanir leiði aldrei af sér frjóa og skapandi umræðu. Kannski eru það vonbrigðin með hið nýja Ísland eða öllu heldur lífseigju hins gamla sem valda því. Þess í stað hleypur fólk upp í fylkingar, fullt tortryggni og gremju, sem gelta hvor á aðra. Nýjasta dæmið er tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytt samskipti skóla og lífsskoðunarfélaga. Þar er önnur fylkingin skipuð andlegum öreigum og gott ef ekki siðblindum fjendum guðrækni og góðra siða líka, ef marka má hina sem virðist, samkvæmt þeirri fyrrnefndu, vera skipuð talsmönnum trúboðs í skólum sem vilja að valdagráðug ríkiskirkja fái óáreitt að heilaþvo ungviði borgarinnar í óþökk foreldra þess. Ég held að hvor fylking sé hugarburður hinnar. Ég held að báðar fylkingar aðhyllist mannréttindi, trúfrelsi og jafnrétti trúar- og lífsskoðana og vilji tryggja æskunni haldgóða og óhlutdræga þekkingu á umhverfi sínu og menningu. Þar eru trúarbrögð og trúararfur stór þáttur. Reynslan sýnir að þekkingarskortur elur á útlendingahatri og fordómum. Fólk óttast það sem það þekkir ekki. Víðsýni og umburðarlyndi eru skilgetin afkvæmi upplýsingar og menntunar. Um það held ég að báðar fylkingar séu sammála. Í 2. gr. viðauka nr. 1 við samning Evrópuráðsins um verndun mannréttinda og mannfrelsis (Mannréttindasáttmála Evrópu), sem Íslendingar eru aðilar að, segir m. a.: „Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að ... menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra." Lítill hluti Íslendinga, einkum trúlausir húmanistar, telur núverandi fyrirkomulag brjóta í bága við þetta ákvæði. Það er auðvitað með öllu óviðunandi og úr því verður að bæta. En það verður ekki gert með því að brjóta þessi nákvæmlega sömu réttindi á öðrum. Hættum að gelta hvert á annað. Réttsýnt og skynsamt fólk, sem er annt um mannréttindi og trúfrelsi, hlýtur að geta sest niður með sáttfýsi og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi og komist í sameiningu að viturlegri niðurstöðu. Ég neita að trúa öðru en að við getum komið okkur upp þjóðfélagi þar sem mannréttindi allra eru virt, ekki bara meirihlutans. Og þaðan af síður bara minnihlutans. Náungakærleikur felst í því að opna dyr, ekki loka þeim.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun