Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að bikarúrslitaleikur kvenna skildi fara fram sömu helgi og karlaleikurinn. Úrslitaleikurinn hjá konunum verður því sunnudaginn 15. ágúst.
Strákarnir spila daginn áður eða laugardaginn 14. ágúst. Ekki er ólíklegt að einhver setji út á dagsetninguna enda þykir almennt skemmtilegra að fagna titlum á laugardagskvöldum en sunnudagskvöldum.
Í kjölfar þessarar ákvörðunar varð að breyta fyrirkomulagi í Pepsi-deild kvenna en fjórar síðustu umferðirnar færast aftar og deildinni mun því ljúka sunnudaginn 26. september.