Guðjón Drengsson, hinn eldfljóti hornamaður, er genginn í raðir nýliða Selfoss í N1-deild karla. Guðjón fer til liðsins frá Fram en þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Guðjón hefur spilað með Fram frá því hann fermdist eða um það bil. Hann ákvað að láta reyna á ævintýri í Þýskalandi á síðasta ári og lék þá með Kassel í Þýskalandi.
Guðjón er þekktur fyrir að vera öflugur leikmaður en hann er einnig sterkur karakter utan vallar.
Þá er hann á besta aldri og er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Selfyssinga.
Guðjón Drengsson semur við Selfoss
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn
