Lag íslensku söngkonunnar Hafdísar Huldar, Action Man, var valið lag vikunnar í þættinum The Radcliffe and Maconie Show á bresku útvarpsstöðinni BBC Radio 2 í gær.
Hafdís Huld skaut þannig söngkonunni Laura Marling og hljómsveitinni The Magic Numbers ref fyrir rass. Lagið er af plötunni Synchronised Swimmers sem kemur út í næsta mánuði.

