Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2010 20:54 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum. Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum.
Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira