Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Conversano frá Ítalíu 40-27 en þetta var síðari viðureign liðanna í EHF-bikarnum.
Báðir leikirnir fóru fram hér á landi en Haukar unnu fyrri leikinn í gær með þriggja marka mun. Framan af leiknum í kvöld var útlit fyrir spennu en svo náðu Haukar völdunum og gestirnir lögðu árar í bát.
Það var aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig leikar færu og Haukar gátu leyft ungum strákum að spreyta sig í lokin. Þeir eru því komnir í sextán liða úrslit keppninnar.
Haukar - Conversano 40-27 (17-14)
Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 12/2 (16/2), Þórður Rafn Guðmundsson 5 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 5 (8), Freyr Brynjarsson 4 (6), Björgvin Hólmgeirsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Heimir Óli Heimisson 3 (6), Einar Örn Jónsson 2 (2), Einar Pétur Pétursson 2 (3), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1).
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 9, Birkir Ívar Guðmundsson 8.
Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli, Freyr).
Utan vallar: 6 mínútur.