Íslands- og bikarmeistarar Vals töpuðu óvænt sínum fyrstu stigum í Pepsi-deild kvenna í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli.
Inga Birna Friðjónsdóttir kom Stjörnunni yfir á 70. mínútu leiksins en Dagný Brynjarsdóttir jafnaði metin fyrir Val á 89. mínútu. Máttu því Valsmenn þakka því fyrir að hafa náð þó einu stigi.
Þá vann Fylkir góðan sigur á Þór/KA á heimavelli, 2-1. Fjóla Dröfn Friðriksdóttir og Anna Björg Björnsdóttir komu Fylki yfir en Danka Podovac minnkaði muninn fyrir Þór/KA. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.
Nánar verður fjallað um leikina hér á Vísi í kvöld.
Þetta voru þó ekki einu óvæntu úrslitin í deildinni í kvöld en Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Aftureldingu á heimavelli sínum.
Úrslit kvöldsins:
Grindavík - FH 2-0
Valur - Stjarnan 1-1
Haukar - KR 0-3
Breiðablik - Afturelding 0-0
Fylkir - Þór/KA 2-1