Dregið var í undanúrslitum Eimskipsbikars karla í hálfleik landsleiks Íslands og Portúgals en þar var síðari hálfleikur að hefjast.
Liðin sem mættust í úrslitum í fyrra, Valur og Grótta, mætast í undanúrslitum að þessu sinni þannig að það verður ekki endurtekning á bikarúrslitaleiknum frá því í fyrra.
Leikur liðanna mun fara fram í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Haukar og HK að Ásvöllum.