„Við áttum að skora fleiri mörk, við óðum í færum," sagði Katrín Ómarsdóttir eftir 3-0 sigurinn á Króatíu.
Bæði í þessum leik og gegn Norður-Írum virkuðu íslensku stelpurnar oft kærulausar þegar þær komust upp að marki mótherjana. „Það hefur oft verið meiri einbeiting hjá okkur upp við markið þegar við spilum á heimavelli. Þetta hefur verið samt svona í síðustu leikjum," sagði Katrín.
„Vonandi verður þetta lagað fyrir Frakkaleikinn. Við höfum núna tvo mánuði til að einbeita okkur alfarið að þeim leik. Það hafa ekki margir trú á að við getum unnið Frakka 3-0. Við verðum að eiga algjöran toppleik til að það takist og nýta þau færi sem við fáum."