Birgir Leifur Hafþórsson er enn efstur á Íslandsmótinu í golfi sem nú er hálfnað. Birgir lék á einum yfir pari í dag en hefur tveggja högga forysta á næstu menn. Birgir er samtals á tveimur undir pari en þeir Heiðar Davíð Bragason, Sigmundur Einar Másson eru á parinu en Guðmundur Ágúst Kristjánsson einn yfir. Birgir Leifur fékk fjóra fugla í dag en fimm skolla. Keppendum verður nú fækkað en 72 komust í gegnum niðurskurðinn. Stöðuna í mótinu má sjá hérna.