Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. nóvember 2010 15:14 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira