„Þeir skutu illa á mig og þá komst ég í gang og var að halda mér," sagði Húsvíkingurinn Pálmar Pétursson sem átti stórleik í marki FH í kvöld gegn Akureyri en hann varði 24 skot í leiknum.
„Þetta þróaðist á leiðinlegan hátt í síðari hálfleik enda spilar Akureyri hundleiðinlega handbolta. Við duttum niður á sama plan og þeir síðasta korterið.
„Leikurinn var búinn þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þeir voru á leið norður í hálfleik og hefðu allt eins getað farið strax norður," sagði Pálmar og var augljóslega ekki hrifinn af Akureyringunum.
„Ég var alveg brjálaður að við skyldum ekki hafa klárað leikinn með tíu til fimmtán marka mun. Við gáfum of mikið eftir og það ætluðu allir að skora tíu mörk í leiknum.
„Við settum þennan leik upp sem einn af mikilvægustu leikjum tímabilsins og ég átta mig ekki á því hvernig Akureyringar mættu til leiks hér í kvöld."