Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd Þorbjörn Þórðarson. skrifar 6. desember 2010 12:00 Valgerður Sverrisdóttir Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún. WikiLeaks Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún.
WikiLeaks Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira