Í gær kom í ljós hverjir verða mótherjar Liverpool í Evrópudeildinni þegar makedónska liðið Rabotnicki sló út Mika frá Armeníu með minnsta mun eða 1-0 samanlagt.
Rabotnicki vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli þrátt fyrir að spila manni færri í meira en 45 mínútur og liðin gerðu síðan markalaust jafntefli í Jerevan í gær.
Fyrsti leikur Liverpool og Rabotnicki verður í Makedóníu á fimmtudaginn kemur en seinni leikurinn fer fram á Anfield 5. agúst. Þetta verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn nýja stjórans Roy Hodgson.
Liverpool mætir makedónsku liði í Evrópudeildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
