Haukar eru komnir upp í sex stig í N1-deild karla eftir sigur á Selfossi í dag, 31-25.
Haukar höfðu undirtökin lengst af í dag en staðan í hálfleik var 16-11.
Þórður Rafn Guðmundsson og Björgvin Hólmgeirsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Hauka og Ragnar Jóhannsson sex fyrir Selfoss.
Selfoss er í næstneðsta sæti deildarinnar með tvö stig þegar fimm umferðum er lokið.
Haukar - Selfoss 31-25 (16-11)
Mörk Hauka: Þórður Rafn Guðmundsson 7, Björgvin Þór Hólmgeirsson 7, Guðmundur Árni Ólafsson 6, Freyr Brynjarsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson 3, Heimir Óli Heimisson 2, Tjörvi Þorgeirsson1, Jónatan Ingi Jónsson 1, Einar Örn Jónsson 1.
Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 6, Guðjón Finnur Drengsson 4, Helgi Héðinsson 4, Einar Héðinsson 3, Gunnar Jónsson 3, Árni Steinþórsson 2, Atli Kristinsson 1, Guðni Ingvason 1, Eyþór Lárusson 1.
Haukar lögðu Selfyssinga
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti


Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn
Fleiri fréttir
