Íslenska golflandsliðið í 26. sæti fyrsta dag á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2010 10:30 Íslenska karlalandsliðið í golfi. Mynd/golf.is Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 26. til 32. sæti eftir fyrsta dag í Heimsmeistarakeppni karlalandsliða í golfi sem hófst í gær í Argentínu. Íslenska liðið lék á 147 höggum eða fimm yfir pari og er tíu höggum á eftir Frökkum sem eru í efsta sæti. Ólafur Loftsson úr NK lék á 73 höggum, Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék á 74 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR á 75 höggum. Íslenska liðið er í ráshóp með Bandaríkjunum og Argentínu á öðrum deginum í dag. Keppnisdagarnir eru fjórir eða frá fimmtudegi til sunnudags, hver leikmaður spilar fjóra 18 holu einn hvern dag, tvö bestu skor dagsins hjá hverju liði telja. „Við misstum aðeins dampinn á seinni níu eftir þokkalegt gengi á fyrri en Hlynur endaði á fugli og Óli á erni þannig að útkoman varð betri á horfðist. Hlynur var að leika gott golf frá teig á flöt en púttin aðeins að stríða honum í dag," sagði Ragnar Ólafson, liðsstjóri, í samtali við golf.is. "Það verður spennandi dagur á morgun með heimamönnum og USA, eina sem skyggir á þetta er veðurspáin en gert er ráð fyrir stormi á morgun," sagði Ragnar. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi er í 26. til 32. sæti eftir fyrsta dag í Heimsmeistarakeppni karlalandsliða í golfi sem hófst í gær í Argentínu. Íslenska liðið lék á 147 höggum eða fimm yfir pari og er tíu höggum á eftir Frökkum sem eru í efsta sæti. Ólafur Loftsson úr NK lék á 73 höggum, Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék á 74 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR á 75 höggum. Íslenska liðið er í ráshóp með Bandaríkjunum og Argentínu á öðrum deginum í dag. Keppnisdagarnir eru fjórir eða frá fimmtudegi til sunnudags, hver leikmaður spilar fjóra 18 holu einn hvern dag, tvö bestu skor dagsins hjá hverju liði telja. „Við misstum aðeins dampinn á seinni níu eftir þokkalegt gengi á fyrri en Hlynur endaði á fugli og Óli á erni þannig að útkoman varð betri á horfðist. Hlynur var að leika gott golf frá teig á flöt en púttin aðeins að stríða honum í dag," sagði Ragnar Ólafson, liðsstjóri, í samtali við golf.is. "Það verður spennandi dagur á morgun með heimamönnum og USA, eina sem skyggir á þetta er veðurspáin en gert er ráð fyrir stormi á morgun," sagði Ragnar.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira