Kaymer nýr besti kylfingur heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. febrúar 2011 13:15 Martin Kaymer frá Þýskalandi er bestur í golfi. Mynd/AP Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið. Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið.
Golf Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira