Heimur batnandi fer Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. febrúar 2011 06:00 Um daginn lá leið mín í Háskóla Íslands en þangað hef ég ekki komið síðan ég tók mitt BA-próf með sæmilegu láði fyrir sautján árum eða svo. Þá var ástandið svona: Pínulitlar kaffistofur í hverju húsi. Kaffið viðbrennt og voveiflega vont. Síðsmurð rúnnstykki með torkennilegu áleggskáli, bleikum kjötbúðingi og osti ein á boðstólum ásamt stöku kleinu. Hvíslingar um að nokkrar fílakaramellur væru til í Aðalbyggingunni. Kennarar sem hurfu inn um dularfullar dyr þar sem allt var nýsmurt og óbrennt, samkvæmt áreiðanlegum munnmælum. Öldin er önnur og rúmlega það. Í Hámu, matsölu stúdenta á Háskólatorgi, blasa við marmaradiskar á fæti hlaðnir fjölmörgum tegundum af glænýju bakkelsi, meira að segja terta sem hefði sómt sér við hirð Frakkakonungs, þrílit og flórsykurstráð. Margbrotið samlokuúrvalið nær frá lofti ofan í gólf, við hlið tuga mismunandi skyrdrykkja, flöskuvatna og nýkreistra safa. Í hillingum salatbar og möguleikinn á heitum mat. Sælgætisúrvalið meira en í Bónus. Og kaffið, konur og menn, kaffið var undursamlegt. Háskólatorgið sjálft var eins og kynningarbæklingur. Fjöldi fólks á öllum aldri á þönum í erindum sínum, sumir við borð að spjalla, aðrir á leið inn eða út úr bóksölunni, enn aðrir standandi uppi við vegg við flatskjái og lyklaborð að senda gögnin sín í nærliggjandi prentara eða bara að mennta sig á alnetinu. Birtan var þannig að allir litu vel út og voru smart. Framtíðin lá í loftinu og hún var björt. Ég rakst á Háskólakennara og doktor sem hafði verið með mér í menntaskóla og hann sagði mér frá nýjum og spennandi námsbrautum sem eru einmitt eins og sniðnar fyrir mig. Námsframboðið er eins og í Hámu, kjarngóð grunnnámskeið og girnilegir valkostir. Spurði síðan hvort ég væri með kubb því þá hefði hann getað hlaðið alls kyns fróðleik inn á hann fyrir mig til að skoða að gamni mínu. Ég var ekki með kubb en ákvað að kaupa mér svoleiðis í bóksölunni. Í allri bölsýninni, kreppunni og niðurskurðinum var eitthvað óskaplega gott við að koma inn á Háskólatorg um daginn. Ég veit auðvitað að það er ekki hægt að dæma um gæði eða stöðu þjóðfélags eftir því andrúmslofti sem einhver upplifir í mötuneyti háskólans á staðnum. En ef andrúmsloftið þar er eins jákvætt og metnaðarfullt og mér fannst, þar sem ég leit í kringum mig á Háskólatorgi, þá er einhver von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Um daginn lá leið mín í Háskóla Íslands en þangað hef ég ekki komið síðan ég tók mitt BA-próf með sæmilegu láði fyrir sautján árum eða svo. Þá var ástandið svona: Pínulitlar kaffistofur í hverju húsi. Kaffið viðbrennt og voveiflega vont. Síðsmurð rúnnstykki með torkennilegu áleggskáli, bleikum kjötbúðingi og osti ein á boðstólum ásamt stöku kleinu. Hvíslingar um að nokkrar fílakaramellur væru til í Aðalbyggingunni. Kennarar sem hurfu inn um dularfullar dyr þar sem allt var nýsmurt og óbrennt, samkvæmt áreiðanlegum munnmælum. Öldin er önnur og rúmlega það. Í Hámu, matsölu stúdenta á Háskólatorgi, blasa við marmaradiskar á fæti hlaðnir fjölmörgum tegundum af glænýju bakkelsi, meira að segja terta sem hefði sómt sér við hirð Frakkakonungs, þrílit og flórsykurstráð. Margbrotið samlokuúrvalið nær frá lofti ofan í gólf, við hlið tuga mismunandi skyrdrykkja, flöskuvatna og nýkreistra safa. Í hillingum salatbar og möguleikinn á heitum mat. Sælgætisúrvalið meira en í Bónus. Og kaffið, konur og menn, kaffið var undursamlegt. Háskólatorgið sjálft var eins og kynningarbæklingur. Fjöldi fólks á öllum aldri á þönum í erindum sínum, sumir við borð að spjalla, aðrir á leið inn eða út úr bóksölunni, enn aðrir standandi uppi við vegg við flatskjái og lyklaborð að senda gögnin sín í nærliggjandi prentara eða bara að mennta sig á alnetinu. Birtan var þannig að allir litu vel út og voru smart. Framtíðin lá í loftinu og hún var björt. Ég rakst á Háskólakennara og doktor sem hafði verið með mér í menntaskóla og hann sagði mér frá nýjum og spennandi námsbrautum sem eru einmitt eins og sniðnar fyrir mig. Námsframboðið er eins og í Hámu, kjarngóð grunnnámskeið og girnilegir valkostir. Spurði síðan hvort ég væri með kubb því þá hefði hann getað hlaðið alls kyns fróðleik inn á hann fyrir mig til að skoða að gamni mínu. Ég var ekki með kubb en ákvað að kaupa mér svoleiðis í bóksölunni. Í allri bölsýninni, kreppunni og niðurskurðinum var eitthvað óskaplega gott við að koma inn á Háskólatorg um daginn. Ég veit auðvitað að það er ekki hægt að dæma um gæði eða stöðu þjóðfélags eftir því andrúmslofti sem einhver upplifir í mötuneyti háskólans á staðnum. En ef andrúmsloftið þar er eins jákvætt og metnaðarfullt og mér fannst, þar sem ég leit í kringum mig á Háskólatorgi, þá er einhver von.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun