Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, ætlar að gera allt sem hann getur í þeirri von að hann fái loksins að leiða sitt lið út á völlinn í úrslitaleik en Arsenal spilar til úrslita í deildarbikarnum á sunnudag.
Fabregas haltraði af velli í leiknum gegn Stoke í gær og sömu leið fór Theo Walcott.
Arsenal hefur ekki unnið titil síðan árið 2005 og fær kærkomið tækifæri um helgina.
"Ég veit ekki hvort ég næ leiknum á sunnudag en ég mun leggja allt í sölurnar til þess að ná leiknum og jafnvel sleppa því að sofa ef svo ber undir," sagði Fabregas á Twitter-síðu sinni.
Fabregas ætlar að ná úrslitaleiknum um helgina
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
