Valsmenn unnu sinn þriðja leik á rúmri viku þegar liðið sótti tvö stig í Digarnesið í gærkvöldi. Valur vann þá 32-28 sigur á HK og endaði þriggja leikja sigurgöngu heimamanna sem höfðu ekki tapað leik á árinu 2011.
Þetta var síðasti leikur Valsmanna fyrir bikarúrslitaleikinn á móti Akureyri á laugardaginn kemur og það er ljóst að liðið mætir á góðu skriði í Höllina enda búið að vinna Fram, Aftureldingu og HK á síðustu átta dögum.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Digranesi í gærkvöldi. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
