Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni Hlynur Valsson skrifar 21. febrúar 2011 22:58 Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson. Olís-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson.
Olís-deild karla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira