Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að handtökurnar sem gerðar voru í Bretlandi í morgun og í Reykjavík tengist rannsókn sem efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar hefur verið með í gangi síðan 2009.
Eins og Vísir greindi frá hafa bæði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Tchenguiz bræður, sem voru stærstu skuldarar Kaupþings, verið handteknir. Fimm aðrir voru handteknir í Bretlandi og tveir menn á Íslandi að auki. Sérstakur saksóknari segir að ekki sé um sama mál að ræða og þeir Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson voru handteknir vegna á síðasta ári.
„Þetta er annað mál en þetta tengist Kaupþingi. Þetta tengist því að Bretarnir lýstu því yfir að þeir væru búnir að opna formlega rannsókn í desember 2009," segir Ólafur við Vísi.
Tengist rannsókn SFO

Tengdar fréttir

Tchenguiz-bræður og Sigurður Einarsson handteknir í Lundúnum
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem var stærsti viðskiptavinur bankans, voru handteknir í Lundúnum í morgun í sameiginlegri aðgerð Serious Fraud Office í Bretlandi og embætti sérstaks saksóknara á Íslandi.