Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2011 16:00 Jack Nicklaus hefur hannað fjölmarga golfvelli á síðustu áratugum. Nordic Photos/Getty Images Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira