Þekktir kappar vilja hanna ÓL golfvöllinn í Brasilíu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2011 16:00 Jack Nicklaus hefur hannað fjölmarga golfvelli á síðustu áratugum. Nordic Photos/Getty Images Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu. Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira
Keppt verður í golfi í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og helstu golfvallahönnuðir heims keppast nú um að þeir verði valdir til þess að hanna keppnisvöllinn fyrir ÓL. Robert Trent Jones, einn þekktasti golfvallarhönnuður heims hefur dvalið í Brasilíu undanfarna daga til þess að kynna sér aðstæður. Hann mun fá harða samkeppni frá þekktum kylfingum sem hafa gert það gott í golfvallarhönnun á undanförnum árum. Þar má nefna Jack Nicklaus, Arnold Palmer, Gary Player, Nick Faldo, Seve Ballesteros og Greg Norman. Jones hefur fengið einn þekktast kylfing Brasilíu, Mario Gonzalez, með sér í lið og hafa þeir hitt skipulagsnefnd ÓL í Brasilíu. Ekki er búið að ákveða hvar völlurinn verður byggður en flestir eru á þeirri skoðun að völlurinn verði ekki langt frá aðalkeppnissvæðinu. Nicklaus og Norman eru án efa líklegir til þess að fá verkefnið en þeir hafa fengið þekktar konur úr golfíþróttinni til þess að kynna sínar hugmyndir. Lorena Ochoa frá Mexíkó ætlar að vinna með Nicklaus og Annika Sörenstam frá Svíþjóð er í „liði" með Norman. Að öllum líkindum verður keppnisvöllurinn byggður með það að markmiðið að almenningur geti notað hann eftir leikana þar sem að golfíþróttin hefur ekki náð að festa sig í sessi í Brasilíu. Aðeins 30.000 kylfingar eru skráðir í landinu og rétt um 100 golfvellir eru í notkun. Það þykir ekki mikið í landi þar sem að búa um 200 milljónir. Til samanburðar eru tæplega 70 golfvellir á Íslandi og um rúmlega 15.000 kylfingar. Keppnisfyrirkomulagið í golfkeppninni á ÓL er með þeim hætti að 60 karlar og 60 konur taka þátt. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum í höggleik. Búast má við því að flestir af bestu kylfingum heims ætli sér að skrifa nafn sitt í sögubækurnar þegar nýr kafli hefst í golfsögunni í Brasilíu.
Golf Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Sjá meira