Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Val 1-0 sigur á KR í úrslitaleik Reykavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld. Guðjón sem kom til Vals frá Haukum í vetur skoraði eina mark leiksins með stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu.
KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að komast yfir. Valsmenn komu síðan sterkir í seinni hálfleikinn og spiluðu allt annan og betri bolta en fyrir hlé og náðu að skora sigurmarkið þegar hálftími var eftir.
Sigurmark Guðjóns var þrumuskot beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem fór upp í bláhornið óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki KR.
KR-ingar höfðu unnið Reykjavíkurmeistaratitilinn undanfarin tvö ár en Valsmenn sem voru verða Reykjavíkurmeistarar í tuttugusta sinn frá upphafi höfðu ekki unnið þennan titil í sex ár og aðeins einu sinni frá og með árinu 1988.
Kristján Guðmundsson byrjar því vel með Valsliðið sem hefur verið að spila flottan fótbolta undir hans stjórn á undirbúningstímabilinu.
Guðjón tryggði Val Reykjavíkurmeistaratitilinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn