Leikurinn Angry Birds er eitt heitasta málið í tölvubransanum um þessar mundir. Hann er gerður af finnska fyrirtækinu Rovio Mobile, sem græðir á tá og fingri og hyggur á mikla landvinninga með leiknum og vörum honum tengdum.
En sumir spilarar virðast ánetjast leiknum og lenda í vandræðum með að slíta sig frá honum. Þetta er að minnsta kosti staðan í þessu myndbandi þar sem sjálfur Mike Tyson býður þeim sem glíma við Angry Birds-fíkn auðvelda lausn á vandanum.
Kíkið á myndbandið hér fyrir ofan en eftir því sem við komumst næst er það auglýsing fyrir nýja raunveruleikaþáttinn Taking on Tyson, sem verður sýndur á Animal Planet.
