Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti stórleik í liði Vals í dag er liðið vann stórsigur á Fram, 31-23.
Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitil kvenna en aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni.
„Þetta var rosa gott, sérstklega eftir þennan dapra dag sem við áttum í höllinni," sagði hún og vísaði til bikarúrslitaleiksins í síðasta mánuði en þar hafði Fram betur.
„Það var gott að koma svona sterk til baka. Við vorum mest ellefu mörkum yfir í dag og klárlega betra liðið."
„Við fórum vel yfir bikarleikinn og þar vorum við ekki nógu ákveðnar. Við tókum ekki nógu vel á þeim í vörninni og brutum ekki á þeim. Það gerðum við í dag og þá kom í ljós hversu sterkar við erum."
