„Þetta var mjög svo lélegur leikur hjá okkur og ég skil hreinlega ekki hvernig menn komu stemmdir," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Framarar voru kjöldregnir á sínum eigin heimavelli gegn HK, en leikurinn endaði með 35-26 sigri HK.
„Menn sýndi engan vilja til þess að koma sér aftur inn í leikinn. Það var í raun ekkert að ganga upp hjá okkur í kvöld, hvorki í vörn, sókn né markvörslu".
„Við verðum núna að spýta í lófana og klára þennan eina leik sem við eigum eftir. HK var með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og við vissum alveg að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks, því skil ég ekki hvernig við nálguðumst þennan leik," sagði Reynir Þór svekktur eftir tapið í kvöld.
Reynir: Skil ekki hvernig menn komu til leiks
Stefán Árni Pálsson í Safamýrinni skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn

Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis
Íslenski boltinn