Umfjöllun: HK á leið í úrslitakeppnina eftir stórsigur á Fram Stefán Árni Pálsson í Safamýrinni skrifar 31. mars 2011 21:51 Erlingur Birgir Richardsson og Kristinn Guðmundsson, þjálfarar HK. Mynd/Vilhelm HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már) Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
HK-ingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni eftir frábæran sigur á Fram, 35-26, í næstsíðustu umferð N1-deildar karla í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks, en gestirnir gjörsamlega keyrðu yfir lánlausa Framara í síðari hálfleik. Munurinn var mestur 11 mörk á liðunum og sigur HK aldrei í hættu. Það var að duga eða drepast fyrir HK í kvöld er þeir mættu í Safamýrina. Gestirnir í HK voru fyrir leikinn í fjórða sæti N1-deildar karla með 20 stig líkt og Haukar, en þau lið berjast óðum um síðasta sætið í úrslitakeppninni ásamt Valsmönnum sem eiga veika von. Framarar hafa verið á mikilli siglingu í undanförnum tveimur leikjum og allt annað að sjá til liðsins. Fram getur gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri og því mátti búast við hörku handbolta í Framheimilinu í kvöld. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og skiptust þau á að hafa eins mark forskot. Staðan var 7-7 eftir tíu mínútna leik. Framarar keyrðu virkilega hratt í bakið á HK í hverri sókn en þeim lauk oftast með skoti um leið eða í annarri bylgju. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, stóð sig vel í byrjun leiks og hafði varið 7 skot eftir 15 mínútna leik. Gestirnir í HK hrukku þá í gang og skoruðu fimm mörk í röð og allt í einu var staðan orðin 15-10 fyrir HK. Framarar köstuðu boltanum í gríð og erg frá sér og HK-ingar náðu að nýta sér mistökin. Frábær varnarleikur og markvarsla var ástæðan fyrir forystu HK-inga, en Framarar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 17-14 fyrir gestina þegar menn gengu til búningsherbergja. HK-ingar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og það var greinilegt alveg frá fyrstu mínútu að þeir voru mun ákveðnari en heimamenn. Þegar síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan 24-19 fyrir HK. Á þessum tímapunkti gjörsamlega keyrðu HK-ingar yfir Framara og náðu fljótlega 11 marka forskoti, 23-34. Leikur Fram gjörsamlega dó í síðari hálfleik og það gekk gjörsamlega ekkert upp hjá þeim. Björn Ingi Friðþjófsson, markmaður HK, lokaði markinu og inn vildi boltinn ekki hjá Fram. Niðurstaðan var því sannfærandi útisigur hjá HK sem í leiðinni tryggði sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var stórkostlegur en hann varði 21 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig frábær fyrir HK en hann skoraði 9 mörk. Magnús Stefánsson, leikmaður Fram, sýndi ágætis tilþrif á köflum en hann gerði 7 mörk fyrir Fram. HK getur með sigri í síðustu umferð haft sætaskipti við Fram og komist í þriðja sæti deildarinnar, en þá verður Fram aftur á móti að tapa fyrir deildarmeisturunum á Akureyri. Fram - HK 26-35 (14-17)Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 7 (15), Jóhann Karl Reynisson 6 (6) , Einar Rafn Eiðsson 6/2 (10/3) , Jóhann Gunnar Einarsson 3 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (4), Halldór Jóhann Sigfússon 1 (3), Róbert Aron Hostert 0 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 0 (2), Matthías Daðason 0 (2).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 6 (21/2, 22%), Björn Viðar Björnsson 7/2 (12/2, 37%)Hraðaupphlaup: 3 ( Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Fiskuð víti: 3(Einar Rafn, Jóhann Karl, Andri Berg)Utan vallar: 2 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 9/2 (14/4), Bjarki Már Elísson 9/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 7 (7), Atli Karl Backmann 4 (5), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2), Hörður Másson 1 (2), Daníel Berg Grétarsson 0 (5).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 21 (25/1, 45%), Valgeir Tómasson 0 (1)Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Bjarki Már Elísson 5, Atli Ævar 3, Sigurjón Björnsson)Fiskuð víti: 5 (Atli Karl 2, Daníel, Ólafur Bjarki og Atli Ævar)Utan vallar: 6 mínútur (Bjarki Már)
Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti