Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 13:30 Logi Geirsson fagnar sigri í leik gegn Haukum í haust. Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“ Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira